ÚTIHURÐAR
GRANT framleiðir úti- og svalahurðir úr plasti. Eini munurinn á þeim eru á læsingum og handföngum.
AUÐVELT VIÐHALD OG ENDING
Hurðarnar úr plasti frá GRANT eru auðveldar viðhalds. Þær þarf aðeins að þvo og smyrja með smurolíu tvisvar á ári. Í síbreytilegu veðurfari hér í Norður-atlandshafinu höfum við góða reynslu af plasthurðunum frá GRANT með tilliti til gæða og góðrar endingar.Við bjóðum þér 12 ára ábyrgð á plasthurðunum frá GRANT.
HÖNNUN EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM
Plasthurðarnar eru framleiddar eftir þínum þörfum hvað varðar hönnun, mál og lit. Þú getur fengið hurðar með og án glers og með eða án hliðarstykkis. Þú ert velkomin/n með þínar hugmyndir og við finnum lausn saman.
LISTAR
það er mikilvægt fyrir heildarmynd hússins hvaða hurðar eru valdar. Plasthurðarnar getur þú fengið með samfelldum eða álímdum listum. Samfelldu listarnir eru 64 mm eða 91mm. Álímdu listarnir eru 25mm eða 45 mm. Póstarnir eru 90mm.
LITIR
Plasthurðarnar eru framleiddar í hvítu. Litakóðinn er RAL 9016. Það er einnig hægt að fá glugga, hurðar og hurðaspjöld í öllum mögulegum litum. Við límum einnig endingargóða filmu á hurðarnar og þær endast eins lengi og hurðarnar sjálfar. þú ert velkomin/n að hafa samband og fá frekari aðstoð á WWW.grant.fo
HEFÐBUNDIN EÐA LÁGUR ÞRÖSKULDUR
Það er hægt að fá hurðar með hefðbundnum þröskuldi (7,5 cm) eða með lágum þröskuldi (2 cm).Við seljum mest af hurðum með hefðbundnum þröskuldi, þeir eru þéttari. Hurðar með lágum þröskuldi henta betur þar sem hjólastólaaðgengi er þörf.
Horft á endan á lágum þröskuldi (Mynd)
Horft á endan á háum þröskuldi (Mynd)
TVÖFÖLD HURÐ
Hægt er að hafa tvöfaldar hurðar, settar upp hlið við hlið. Þá fær önnur hurðin handfang og sneril. (lykil að utan og handfang að innan).
Hin hurðin hefur standard læsingu. Ef hurðin er rýmingarleið þá mælum við með “Paskvil”-læsingu Sjá myndir:
Óskir þú eftir því að hafa gler í hurðunum eða til hliðar eða hefur aðrar óskir ertu velkomin/n að hafa samband.
VENJULEG LÆSING Á TVÖFALDRI HURÐ
“PASKVIL” ÚTGÖNGULEIÐ
AUÐVELT VIÐHALD
Hurðarnar úr plasti frá GRANT eru auðveldar viðhalds. Þær þarf aðeins að þvo og smyrja með smurolíu tvisvar yfir árið, t.d á vori og hausti.
VIÐ FÖRUM EFTIR YKKAR ÓSKUM
Við framleiðum hurðar frá fyritækinu GRAD-EXPORT. Við höfum sama úrval plasthurða (PVC-hurðum) sem þú getur séð á þeirra heimasíðu. Taktu eftir að handföngin eru önnur en þú sérð á heimasíðunni (https://grad-export.hr/en/decorative-pvc-doorpanels)
Við notum eins handföng og notuð eru á Íslandi. Ef þú hefur aðrar óskir um snið þá er þér velkomið að hafa samband og fá aðstoð á www.grant.fo















